Starfsemin

Botnfisksvið

Útgerð

Í árslok voru sjö togarar komnir í rekstur á botnfisksviði félagsins: Frystitogararnir Örfirisey RE, Höfrungur III AK og Vigri RE og ísfisktogararnir Akurey AK, Engey RE, Viðey RE og Helga María AK.

Ísfisktogaranum Sturlaugi H. Böðvarssyni AK var lagt í byrjun árs og ísfisktogarinn Ottó N. Þorláksson RE var afhentur nýjum aðilum um mitt ár.

Heildarafli togara var 47.134 tonn en var 43.590 tonn árið 2017. Afli á úthaldsdag var 29 tonn en 28 tonn árið 2017.

Í byrjun árs var annar ísfisktogarinn af þremur, Akurey AK, tekinn í rekstur félagsins og seinna sama ár var þriðji og síðasti ísfisktogarinn, Viðey RE, tekinn í rekstur.

Þann 2. nóvember 2018 samþykkti hluthafafundur félagsins tillögu stjórnar um kaup á öllu hlutafé Ögurvíkur ehf., en félagið gerir út Vigra RE sem er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska fiskiskipaflotans með 7.680 tonn af botnfiski á yfirstandandi fiskveiðiári. Rekstur Ögurvíkur ehf. verður hluti af samstæðu HB Granda frá og með áramótum.

Botnfiskafli

Afli og verðmæti botnfiskskipa

2018 2017
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Ísfisktogarar 29.302 35.417 24.549 30.043
Akurey 7.054 8.559
Engey 7.386 8.914 2.390 3.093
Viðey 4.636 5.586
Ásbjörn 2.450 2.904
Ottó N Þorláksson 3.125 3.751 6.320 7.782
Sturlaugur H Böðvarsson 424 628 6.134 7.575
Helga María 6.677 7.979 7.255 8.689
Frystitogarar 17.832 36.274 19.039 41.977
Örfirisey 9.047 18.717 5.178 12.280
Þerney 6.353 14.411
Höfrungur III 8.785 17.557 7.508 15.286
Samtals 47.134 71.691 43.588 72.020

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2018 (tonn) - botnfiskur

Tegund Þorskur Barentshafi Þorskur Ýsa Ufsi Gullkarfi Djúp- karfi Úthafs- karfi Grálúða Aðrar tegundir
Staða 31.12.2017 7.698 1.502 6.677 8.807 2.769 34 726 3.398
Úthlutun 2.266 12.737 3.109 11.705 10.250 3.109 582 934 3.158
Skipti, frá öðrum/(til annarra) (1.104) 770 (1.032) (146) (327) (36) (497)
Tegundatilfærsla 317 (409) 826 (341) 57 (1.084)
*Annað (1) (151) 26 23 61 314 6 (82)
Samtals 1.161 21.054 3.922 17.850 19.617 5.815 622 1.717 4.893
Veiði 2018 (1.161) (13.264) (1.823) (10.808) (12.931) (3.383) (593) (526) (2.647)
Staða 31.12.2018 0 7.791 2.100 7.042 6.686 2.432 29 1.191 2.246
Heimildastaða Ögurvíkur 0 1.863 259 202 518 644 5 517 404
Staða 31.12.2018 0 9.654 2.359 7.244 7.204 3.076 34 1.708 2.650

Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, vs-afli, undirmál og heimildir sem falla niður.

Landvinnsla

Afli til vinnslu á árinu 2018 var 28.500 tonn en árið á undan var afli til vinnslu 23.488 tonn.

Ný og fullkomin pökkunarstöð fyrir frystar afurðir var tekin í notkun á árinu. Þessi nýja pökkunarstöð, sem staðsett er í Ísbirninum, kemur í stað eldri pökkunarstöðvar sem staðsett var í vinnsluhúsnæði félagsins í Reykjavík. Nýja pökkunarstöðin er mikið framfaraskref þar sem hún er mun afkastameiri og sjálfvirkari en sú eldri.

Síðari hluta árs var tekin ákvörðun um að fara í endurskipulagningu á rekstri botnfiskvinnslu félagsins á Vopnafirði. Áfram er stefnt að því að hafa starfsemi á Vopnafirði á milli vertíða en engin niðurstaða var komin í það mál fyrir árslok.

Botnfiskafli til vinnslu (tonn)

2018 2017
Norðurgarður Akranes Vopnafjörður Samtals Norðurgarður Akranes Vopnafjörður Samtals
Þorskur 9.967 907 10.874 6.123 2.846 600 9.569
Ufsi 8.347 35 8.382 5.467 5.467
Karfi 9.244 9.244 8.452 8.452
Samtals 27.558 0 942 28.500 20.042 2.846 600 23.488
Áhugavert að vita!
HB Grandi og Íslensk orkumiðlun ehf., nýr raforkusali á fyrirtækjamarkaði, skrifuðu undir samning um raforkuviðskipti frá og með 1. janúar 2019. Um er að ræða orkusölu sem nemur 65 GWst á ári, sem samsvarar raforkunotkun um 15 þúsund heimila, og nær til allra þriggja starfsstöðva félagsins á landinu.

Uppsjávarsvið

Útgerð

HB Grandi gerði út tvö uppsjávarskip á árinu og var útgerðarmynstur þeirra svipað og árið 2017. Heildarafli skipanna var 10.669 tonnum meiri árið 2018 en 2017 eða 119.950 tonn samanborið við 109.281 tonn árið áður og munaði þar mestu um aukna kolmunnaveiði.

Makrílveiðar hófust í júlí, líkt og fyrri ár, og lauk þeim í september. Allur aflinn var veiddur af uppsjávarskipum félagsins og honum landað á Vopnafirði. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hófust í september og var lokið í október.

Veiðar á íslenskri síld fóru að hluta til fram yfir sumartímann með makrílveiðum en þeim lauk svo með beinum veiðum í byrjun nóvember.

Kolmunnaveiðar gengu vel og fóru að mestu fram í apríl og maí en skipin náðu einnig ágætis afla í færeysku lögsögunni í lok árs.

Við kaupin á Ögurvík ehf. fylgdu með 1.663 tonn af makríl sem veidd verða af uppsjávarskipum félagsins.

Uppsjávarafli

Afli og verðmæti uppsjávarskipa

2018 2017
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Venus 59.087 13.611 55.600 14.175
Víkingur 60.863 13.914 53.681 13.151
Samtals 119.950 27.525 109.281 27.326

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2018 (tonn) - uppsjávarfiskur

Tegund Loðna Síld NÍ-síld Makríll Kolmunni Aðrar tegundir
Staða 31.12.2017 0 1.234 763 1.668 8.469 0
Úthlutun 31.633 3.696 9.674 16.470 57.764 0
Skipti, frá öðrum/(til annarra) 296 409 0 1.294 (7.500) 0
Tegundatilfærsla 0 0 0 0 0 0
*Annað 2.200 121 214 377 1.017 10
Samtals 34.129 5.460 10.651 19.809 59.750 10
Veiði 2018 (34.129) (5.319) (10.593) (18.869) (51.029) (10)
Staða 31.12.2018 0 141 58 940 8.721 0

*Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, undirmál og heimildir sem falla niður.

Áhugavert að vita!
HB Grandi birti sína fyrstu samfélagsskýrslu fyrir árið 2017 þar sem fylgt er viðmiðum Global Reporting Initiative, G4. Það er metnaður félagsins að öll starfsemi þess sýni í verki ábyrgð gagnvart auðlindum sjávar og samfélaginu öllu.

Landvinnsla

Landvinnsla félagsins gekk vel árið 2018. Framleiðsla frystra loðnuafurða var undir væntingum þar sem vonir um viðbótar loðnukvóta gengu ekki eftir en makríl- og síldarvinnsla gengu mjög vel.

Móttekinn afli í fiskmjölsverksmiðjum (tonn)

2018 2017
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna 10.028 24.706 34.734 15.877 17.097 32.974
Síld 10.652 10.652 9.838 9.838
Makríll 8.998 8.998 10.754 10.754
Kolmunni 2.590 51.344 53.934 42.330 42.330
Annað 7.040 6 7.046 8.515 11 8.526
19.658 95.706 115.364 24.392 80.030 104.422

Frystar uppsjávarafurðir (tonn)

2018 2017
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna fryst 2.300 2.300 970 970
Loðnuhrogn 1.304 1.304 1.884 1.852 3.736
Síld 5.124 5.124 6.973 6.973
Makríll 9.574 9.574 11.911 11.911
1.304 16.998 18.302 1.884 21.706 23.590

Markaðsmál

Markaðssvið HB Granda ber ábyrgð á sölu- og markaðsmálum félagsins. Sviðið ber jafnframt ábyrgð á gerð útflutningsskjala og skipulagningu á flutningi og afhendingu vara á markaði. Markmið starfsfólks markaðssviðs er að hámarka verðmæti úr aflaheimildum félagsins. Það er gert með markvissri birgðastýringu og náinni samvinnu við kaupendur á mörkuðum og við framleiðslueiningar félagsins.

Allir starfsmenn í sölu- og markaðsmálum eru staðsettir í Reykjavík og starfa þeir náið með framleiðsludeildum félagsins. Að baki starfsemi markaðssviðs lágu 14 ársverk árið 2018.

Sölunálgun

Áhersla er lögð á að selja vörur milliliðalaust til viðskiptavina á erlendri grundu. Víðtæk þekking á allri virðiskeðjunni, allt frá veiðum til markaða, er mikilvæg, svo hægt sé að samræma fjölbreytt vöruframboð við kröfur kaupenda og neytenda. Sölustjórar og aðrir starfsmenn sviðsins fara í reglulegar heimsóknir til viðskiptavina og taka þátt í ýmsum viðburðum á mikilvægum mörkuðum. Jafnframt eru heimsóknir viðskiptavina á starfsstöðvar félagsins tíðar.

Viðskiptavinir eru flestir dreifiaðilar eða framleiðslufyrirtæki og eru neytendavörur bæði seldar á veitingamarkaði og í smásölu undir vörumerkjum kaupenda eða smásala. Uppbygging langtíma viðskiptasambanda er mikilvægur hluti af markaðsnálgun félagsins og við val viðskiptavina er lögð áhersla á náið samstarf og aðgang að markaði sem hentar framleiðsluvörum HB Granda.

Áhugavert að vita!
HB Grandi var talið framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo árið 2018. HB Grandi hefur verið á þessum lista frá árinu 2010. Lagt var styrkleikamat á fjölmarga rekstrartengda þætti sem gera fyrirtæki framúrskarandi að mati Creditinfo.

Markaðslönd

Árið 2018 voru afurðir seldar til 34 landa en salan til þeirra 10 stærstu nam um 83% af söluverðmætunum. Mikilvægustu markaðir árið 2018 voru Frakkland, Noregur, Þýskaland, Pólland og Bretland. Um 60% af heildarsöluverðmætum félagsins á árinu 2018 eru vegna sölu til þessara fimm markaða. Rússlandsmarkaður, sem verið hefur mikilvægur markaður fyrir afurðir félagsins, hefur verið lokaður síðan í ágúst 2015 vegna banns á innflutningi matvæla frá Íslandi.

Markaðslönd

Sala eftir tegundum

Markaðssamskipti

HB Grandi heldur úti vefsíðu þar sem birtast reglulega fréttir af starfsemi félagsins, á íslensku og ensku, sem einnig er miðlað í gegnum samfélagsmiðla á vegum félagsins. Félagið gefur út ýmsa kynningarbæklinga þar sem framleiðsluafurðir þess eru kynntar ásamt því að fréttum af starfsemi félagsins er komið á framfæri, bæði á íslensku og ensku. Árlega er HB Grandi með veglegan sýningarbás á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel, sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Jafnframt er félagið þátttakandi í öðrum mikilvægum sýningum, s.s. alþjóðlegu sjávarútvegssýningunum í Boston og Qingdao.

Vörumerki

HB Grandi framleiðir og markaðssetur nánast allar sínar vörur í eigin umbúðum, undir eigin vörumerki. Markaðssvið hefur einnig aðkomu að sölu afurða dótturfélagsins Vignis G. Jónssonar ehf. og eru þær í flestum tilfellum seldar undir vörumerki þess félags. Auk þess selur dótturfélagið Norðanfiskur ehf. sínar vörur á íslenskum markaði undir eigin vörumerki og vörumerkinu Fiskur í matinn. Þá selur dótturfélagið Blámar ehf. einnig afurðir undir eigin vörumerki. Bæði HB Grandi og Vignir G. Jónsson ehf. framleiða jafnframt talsvert af afurðum sem bera vörumerki viðskiptavina.


Þjónusta

Áhersla er lögð á að einfalt sé að eiga viðskipti við HB Granda og að viðskiptavinir upplifi alltaf góða þjónustu. Reglulega eru þarfir viðskiptavina metnar ásamt upplifun þeirra af bæði vörum og þjónustu HB Granda. Niðurstöður eru nýttar til að bæta þjónustuna til að unnt sé að sinna viðskiptavinum sem best og eru þær hvatning fyrir starfsfólk til að viðhalda háu þjónustustigi við viðskiptavini.

Ábyrg nýting fiskstofna

HB Grandi tekur virkan þátt í samstarfi sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskstofna og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Markmiðið með þátttöku HB Granda er að stuðla að samvinnu um faglega nýtingu fiskstofna innan íslenskrar lögsögu og tryggja markaðsaðgengi.

Áhersla er lögð á samstarf við Ábyrgar fiskveiðar ses., sem stendur fyrir upprunamerki fyrir íslenskar sjávarafurðir og vottun á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga, undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. Markaðssetning á merkinu er í höndum Íslandsstofu og á HB Grandi fulltrúa í stjórn Ábyrgra fiskveiða ses. og í fagráði sjávarútvegs hjá Íslandsstofu. HB Grandi er jafnframt hluthafi í Icelandic Sustainable Fisheries ehf., sem hefur þann tilgang að afla vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC). Þátttaka í félaginu veitir aðgang að MSC vottunum fiskstofna við Ísland. Að auki eru fiskmjöls- og lýsisverksmiðjur HB Granda IFFO RS vottaðar, sem vottar sjálfbæran uppruna fiskmjöls- og lýsisafurða. HB Grandi er enn fremur bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.

Vottuð gæðakerfi

Félagið er með vottuð gæðakerfi samkvæmt staðli IFS Food (International Featured Standards), FEMAS (Feed Material Assurance Scheme) og HACCP (Hazard Analysis and Critical Control Points). Markmið með vottun gæðakerfa er að staðla verkferla og fá staðfestingu óháðra aðila á að þeim sé fylgt. Gæðakerfi eru einnig leið til stöðugra umbóta og tryggir vottun þeirra markaðsaðgengi á tiltekna markaði og markaðshluta. Ávinningur af vottuðum gæðakerfum er því bæði markaðslegur og rekstrarlegur.

Mannauður

Á árinu 2018 voru að meðaltali 773 stöðugildi hjá samstæðunni miðað við heilsársstörf. Með tilkomu frystitogarans Vigra í skipaflota félagsins í lok árs, bættust við 53 ný stöðugildi. Stöðugildin voru því 826 í lok árs 2018 en voru 839 á árinu 2017. Launagreiðslur samstæðunnar 2018 voru samtals 58,8 m€ og launatengd gjöld samtals 12 m€.

Unnið hefur verið að endurskipulagningu félagsins með áherslu á kjarnastarfsemi þess. Þær áherslur hafa komið fram í breytingum á skipastóli félagsins og áherslubreytingum í störfum innan fyrirtækisins. Þannig var ákveðið að endurskipuleggja starfsemi botnfiskvinnslunnar á Vopnafirði og áherslur á miðlægum skrifstofum félagsins í Reykjavík.

HB Grandi vinnur að því að skapa eftirsóknarverðan vinnustað og stuðlar þannig að sem besta starfsumhverfi fyrir starfsmenn sína á hverjum tíma. Félagið leggur áherslu á, í starfsmannastefnu sinni, að innan félagsins starfi hæft og traust starfsfólk sem af fagmennsku og ábyrgð tryggir sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni í umgengni við auðlindina.

Lokið var við gerð persónuverndarstefnu fyrir félagið og hún birt á heimasíðu félagsins.

Unnið var að endurskoðun mannauðskerfis félagsins á árinu. Tekin var ákvörðun um að taka upp Kjarna, mannauðskerfi sem þjónustað er af Origo fyrir samstæðuna. Stefnt er að opnun nýs vefsvæðis, þar sem auglýst verða störf hjá félaginu, á fyrri hluta árs 2019. Jafnframt verður unnið að því að opna rafrænt fræðslukerfi fyrir starfsmenn og taka fyrsta skrefið í opnun á "mitt svæði" eða sjálfsafgreiðslu fyrir starfsmenn, í gegnum Kjarna, í lok árs 2019.

Félagið tók í gagnið "Workplace by Facebook" í mars 2018 og hefur reynslan af því verið góð. Þar er hægt að nálgast viðburði á vegum félagsins, innri samskipti o.fl.

HB Grandi virðir almenn mannréttindi, rétt til félagafrelsis og kjarasamninga. Áhersla er lögð á að verktakar og undirverktakar þeirra fari eftir gildandi lögum í landinu er varða alla þá sem eru að starfa fyrir þá, sama hvort það eru þeirra launþegar eða eigin undirverktakar. Félagið virðir gildandi kjarasamninga og önnur lögbundin réttindi starfsmanna, meðal annars til orlofs, fæðingarorlofs, launa vegna óvinnufærni, vegna veikinda eða slysa, auk annarra réttinda sem kveðið er á um í gildandi kjarasamningum á hverju starfssvæði félagsins. Í gegnum aðild félagsins að Samtökum atvinnulífsins á félagið samskipti við fjölmörg stéttarfélög um kaup og kjör starfsmanna félagsins. Langflestir starfsmenn félagsins eru í stéttarfélögum en um 3% allra starfsmanna standa utan stéttarfélaga.

Einelti eða kynferðisleg áreitni eru ekki liðin hjá HB Granda. Til er aðgerðaáætlun um viðbrögð ef upp kemur grunur um einelti eða áreitni á vinnustað og var hún endurskoðuð á árinu. Félagið hefur ekki sett sér skrifleg viðmið um siðferði, spillingu, mannréttindi eða mútur en vinna við þau er komin af stað og lýkur væntanlega á árinu 2019.

Félagið hefur unnið samkvæmt aðgerðaáætlun í jafnréttismálum síðastliðið ár og fellur þessi vinna vel að þeim markmiðum sem unnið er eftir. Langflest störf á sjó eru unnin af karlmönnum en flest störf í fiskiðjuverunum, þá sérstaklega á vinnslulínunum eru unnin af konum. Félagið leitast við að fá jafnt karla og konur til starfa í hinum ólíku starfshópum vinnustaðarins og bannað er að mismuna starfsmönnum hjá HB Granda vegna kyns, kynhneigðar eða ólíks uppruna.

Vinnu var framhaldið á árinu 2018 við undirbúning jafnlaunavottunar en vinna vegna þessa verkefnis hefur tekið lengri tíma en áætlað var. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Stefnt er að því að vinnunni ljúki fyrir sumarið 2019 og verða þá kynntar helstu niðurstöður fyrir starfsmönnum.

Öryggismál

Félagið leggur áherslu á að stjórnendum og starfsmönnum sé annt um vellíðan og heilbrigði samstarfsmanna sinna. HB Grandi er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem leitast er við að hafa gott vinnuskipulag varðandi frítíma og jafnvægi milli fjölskyldu og einkalífs. Félagið leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, öryggi og góðan aðbúnað starfsmanna þar sem starfsmönnum félagsins stendur meðal annars til boða heilsufarsskoðun sér að kostnaðarlausu.

Öryggisnefndir eru starfandi hjá félaginu og taka til allra starfsstöðva þess, skv. reglugerð um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum, nr. 920/2006. Öryggismál eru hluti af starfsmannastefnu félagsins og lögð er áhersla á að starfsmenn fylgi öryggisreglum á vinnustað, taki þátt í öryggisfræðslu og bendi á það sem betur megi fara í öryggismálum.

Hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á eigin öryggi. Ein af grunnforsendum þess að félaginu takist vel til á þeirri vegferð að fækka slysum, er að allir axli ábyrgð og að allir, stjórnendur og starfsmenn, einsetji sér að vinna að bættu öryggi. Stjórnendur bera ábyrgð á að búnaður sé góður og öruggt skipulag sé ríkjandi á þeim vinnusvæðum og starfsstöðvum sem þeir bera ábyrgð á og hafa umsjón með.

Félagið byggir vinnuverndarstarfið á því að stjórnendur gangi á undan með góðu fordæmi. Samræmdar öryggisreglur eru reglulega uppfærðar og kynntar starfsmönnum, ásamt því að unnið er að markvissri þjálfun og fræðslu fyrir stjórnendur og starfsmenn. Öryggismálin eru fyrst og fremst á ábyrgð stjórnenda en starfsmenn bera ábyrgð á sínu eigin öryggi og eiga að láta vita um það sem betur má fara. Hjá félaginu eru starfandi öryggisnefndir á öllum starfsstöðvum þess. Hafa nefndirnar skýrt hlutverk sem felst m.a. í því að fylgjast með og yfirfara öryggi og vinnuumhverfi starfsmanna til sjós og lands, þar með talið að rýna reglulega slys eða önnur atvik sem varða starfsumhverfi starfsmanna. Mikilvægt er að nefndirnar séu virkar og fái þann stuðning sem þarf.

Mannauðssvið heldur utan um slysaskráningarkerfið og fylgir eftir að stjórnendur og öryggisnefndir sinni sínu hlutverki og haldi vel utan um fundargerðir sínar.

Starfskjarastefna

Aðalfundur 2018 samþykkti, að tillögu stjórnar, starfskjarastefnu fyrir félagið. Markmið starfskjarastefnunnar er að gera starf hjá félaginu að eftirsóknarverðum kosti fyrir fyrsta flokks starfsfólk og þar með að tryggja félaginu stöðu í fremstu röð á alþjóðavettvangi.

Áhugavert að vita!
Fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosour S.A. var selt um mitt ár. HB Grandi átti 20% hlut í félaginu í gegnum Deris S.A. í Síle.

Dótturfélög

Vignir G. Jónsson ehf.

Vignir

Vignir G. Jónsson ehf. sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er stærsti einstaki kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu.

Rekstrartekjur á árinu voru 15,3 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 1,8 m€. Heildareignir í árslok námu 13,5 m€ en eigið fé var 8,4 m€ eða 62%.

HB Grandi á 100% eignarhlut í Vigni G. Jónssyni ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 14,3 m€ í árslok 2018. Áhrif félagsins á rekstur samstæðunnar voru jákvæð um 1,8 m€.

Norðanfiskur ehf.

norðanfiskur

Norðanfiskur ehf. framleiðir fiskafurðir fyrir neytenda- og stóreldhúsamarkað innanlands og utan.

Rekstrartekjur á árinu voru 10,9 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 0,02 m€. Heildareignir í árslok námu 4,1 m€ en eigið fé var 3,0 m€ eða 71%.

HB Grandi á 100% eignarhlut í Norðanfiski ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 3,9 m€ í árslok 2018. Áhrif félagsins á rekstur samstæðunnar voru neikvæð um 2,2 m€.

Blámar ehf.

Blámar logo

Blámar ehf. hefur unnið að markaðssetningu sjávarafurða á Asíumarkaði.

Rekstrartekjur á árinu voru 0,2 m€. Tap af rekstrinum nam 0,4 m€. Heildareignir í árslok námu 0,3 m€ en eigið fé var neikvætt um 1,0 m€.

HB Grandi á 100% eignarhlut í Blámar ehf. og var bókfært verð eignarhlutarins neikvætt um 0,4 m€ í árslok 2018. Áhrif félagsins á rekstur samstæðunnar voru neikvæð um 0,4 m€.

Ögurvík ehf.

Ögurvík.JPG

Ögurvík ehf. gerir út frystitogarann Vigra RE. HB Grandi undirritaði samning um kaup á félaginu í september 2018 en yfirráð og greiðsla kaupverðs áttu sér ekki stað fyrr en í lok desember.

Heildareignir í árslok námu 33,4 m€ en eigið fé var 8,3 m€.

HB Grandi á 100% eignarhlut í Ögurvík ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 89,5 m€.

Hlutdeildarfélög

Deris S.A.

HB Grandi á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin gera út tvo frystitogara, tvö línuskip sem frysta aflann, þrjá ísfisktogara, eitt skip til ljósátuveiða og rekur eitt fiskiðjuver. Á árinu seldi félagið fiskeldisfyrirtækið Salmones Friosur S.A.

Hagnaður af rekstri Deris árið 2018 var 80,2 m€. Áhrif félagsins á rekstur HB Granda voru jákvæð um 16,9 m€. Bókfært verð eignar HB Granda var 35,8 m€ í árslok 2018.

Laugafiskur ehf.

Laugafiskur ehf. rekur fiskþurrkun á Reykjanesi og selur afurðir sínar til erlendra viðskiptavina.

HB Grandi á 33,3% eignarhlut í félaginu á móti Skinney-Þinganes hf. og Nesfiski ehf.

Hagnaður af rekstri Laugafisks ehf. árið 2018 var 0,8 m€. Áhrif félagsins á rekstur HB Granda voru jákvæð um 0,3 m€. Bókfært verð eignar HB Granda var 3,7 m€ í árslok 2018.

Marine Collagen ehf.

Marine Collagen ehf. hefur unnið að undirbúningi og uppsetningu verksmiðju í Grindavík þar sem framleitt verður gelatín og kollagen. Gert er ráð fyrir að rekstur hefjist á árinu 2019.

HB Grandi keypti á árinu 25% eignarhlut í félaginu og nemur bókfært verð eignarhlutans 0,5 m€. Aðrir hluthafar eru Samherji hf., Vísir hf. og Þorbjörn hf., hver með 25% eignarhlut í félaginu.