Skipafloti félagsins

Endurnýjun skipaflota

Annar ísfisktogarinn af þremur, sem smíðaður var í Tyrklandi, Akurey AK, fór í sína fyrstu veiðiferð í byrjun árs eftir að millidekkið var innréttað og sjálfvirkt lestarkerfi var sett í skipið. Um mitt ár fór þriðji og síðasti ísfisktogarinn, Viðey RE, í sína fyrstu veiðiferð og gekk allt að óskum.

Reynsla er nú komin á "systurnar þrjár", eins og nýju ísfiskskipin eru kölluð. Skip og búnaður hafa staðið undir væntingum og með tilkomu þessara nýju skipa þá hefur HB Grandi tekið stórt skref inn í framtíðina.

Ísfisktogarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK kom í byrjun árs úr sinni síðustu veiðiferð. Þar með lýkur farsælum ferli þessa aflamikla skips undir merkjum HB Granda.

Á miðju ári kom Ottó N. Þorláksson RE úr sinni síðustu veiðiferð fyrir HB Granda. Ísfélagið í Vestmannaeyjum hefur keypt Ottó og mun skipið halda nafni sínu áfram hjá nýjum eigendum.

Í byrjun árs hófst daglegt eftirlit starfsmanna HB Granda með nýsmíði frystitogarans á Spáni og mun það standa út smíðatímann. Eftirlitinu er ætlað að fara yfir ýmsa hluti sem varða smíðavinnuna og taka reglulega út stöðuna á verkinu.

Síðari hluta árs var gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Ögurvík ehf. en félagið gerir út Vigra RE, 2.157 tonna frystitogara sem er smíðaður í Noregi 1992. Vigri RE er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska fiskiskipaflotans, með 7.680 tonn af botnfiski og 1.663 tonn af makríl, á yfirstandandi fiskveiðiári.

Ísfisktogarar

Akurey AK 10
Akurey AK 10
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m
Engey RE 91
Engey RE 91
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m
Helga María AK 16
Helga María AK 16
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1469,7
Lengd:
56,86 m
Breidd:
12,6 m
Djúprista:
7,7 m
Viðey RE 50
Viðey RE 50
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m

Frystitogarar

Höfrungur III AK 250
Höfrungur III AK 250
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1521
Lengd:
55,6 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m
Örfirisey RE 4
Örfirisey RE 4
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1845
Lengd:
64,55 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m

Uppsjávarskip

Venus NS 150
Venus NS 150
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
80 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m
Víkingur AK 100
Víkingur AK 100
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
81 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m
Áhugavert að vita!
Olíunotkun félagsins hefur dregist saman frá árinu 2005 um 46%. Olíunotkun skipa hefur dregist saman um 37% og fiskmjölsverksmiðja um 87%.